Fréttir

Breyting á tímaáætlun Þingeyings

Á 12. fundi samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var ákveðið að breyta tímaáætlun Þingeyings þannig að stefnt verði að kosningum um sameiningu þann 5. júní 2021 í stað 28. mars eins og gert var ráð fyrir í fyrri áætlun.

NÍN með aðstoð við frumkvöðla

Opið hús verður í Skjólbrekku miðvikudaginn 9. september fyrir frumkvöðla í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi sem hafa áhuga á að skila inn umsókn i Matvælasjóð.

Vinna við Þingeying komin aftur á skrið

Vinna við Þingeying er komin aftur á skrið eftir sumarleyfi. Vinna starfshópa er langt komin, en henni var frestað vegna þeirra fjöldatakmarkana og sóttvarnarráðstafana sem gripið var til í vor vegna Covid-19.

Rúlludreifing á vegum NÍN næsta mánudag

Næsta mánudag, þann 10. ágúst, verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN á Sprengisandi milli klukkan 17 og 21 en hægt er að koma hvenær sem er á þessum tíma.

Aðgerðir NÍN - Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga (aðgerð 2)

Í kjölfar 12 íbúafunda í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit, haustið 2019, komu þrjátíu íbúar sveitarfélaganna saman í rýnihópum Nýsköpunar í norðri (NÍN) og mótuðu sex aðgerðir sem byggðu á umræðu íbúafundanna.

Hvað er nýtt í rabarbara?

Fésbókarsíða NÍN komin í loftið - Aðgerðir NÍN

Fésbókarsíða NÍN er komin í loftið, en þar verða sögð helstu tíðindi af framgangi verkefnisins. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér síðuna og koma með ábendingar um verkefni sem geta aukið verðmæti og stuðlað að framförum á sviði samfélags og umhverfis.

Fjölmenni í rúlludreifingu NÍN í Bárðardal

Uppgræðsludagur var haldinn í Bárðardal 6. júlí. Vel gekk að dreifa gömlum heyrúllum og var svo sannarlega kraftur í Bárðdælingum og öðrum sem fjölmenntu á svæðið.

Uppgræðsla og útivist á vegum NÍN

Mánudaginn 6. júlí verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN í Bárðardal milli klukkan 16 og 20. Kjörið tækifæri til að taka þátt í uppgræðsluverkefni með dreifingu gamalla heyrúlla á mela og í rofabörð en vinnuhópurinn Rúllupp á vegum NÍN leiðbeinir.

Landgræðsla á Hólasandi með birkiplöntum og moltu

Frumkvöðlar NÍN tóku virkan þátt í landgræðsludegi á Hólasandi um helgina. Fjöldi vaskra landgræðsluáhugamanna gróðursetti þar birkiplöntur, í samvinnu við Landgræðsluna og Skógræktina.