Skipulagsmál

Liður í verkefninu Þingeyingi er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.  Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Starfshópur um skipulagsmál:

Gildandi aðalskipulög sveitarfélaganna verða rýnd og metið hvaða áhrif hugsanleg sameining sveitarfélaganna hefði á þróun í skipulagsmálum.  Samstarfsnefndin sem kannar sameiningu sveitarfélaganna er um leið starfshópur fyrir skipulagsmál.

Skútustaðahreppur:

Helgi Héðinsson oddviti
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Halldór Þorlákur Sigurðsson

Þingeyjarsveit:

Arnór Benónýsson oddviti
Margrét Bjarnadóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Sveitarstjórar sveitarfélaganna, Sveinn Margeirsson í Skútustaðahreppi og Dagbjört Jónsdóttir í Þingeyjarsveit, starfa með starfshópnum. Atli Steinn Sveinbjörnsson, sameiginlegur skipulagsfulltrúi sveitarfélaganna, starfar með starfshópnum.

Getum við bætt efni síðunnar?