Fréttir

Opið hús hjá Nýsköpun í Norðri fimmtudaginn 10. desember

Röð rafrænna hittinga Nýsköpunar í norðri hófust 19. nóvember. Nú 10. desemeber kl 17:00 verður síðasti fundurinn í þessum lið árið 2020 en Sveinn Margeirsson leiðir fundinn.

Röð rafrænna hittinga Nýsköpunar í norðri hófst síðastliðinn fimmtudag 19. nóvember með “opnu húsi” á Zoom.

Röð rafrænna hittinga Nýsköpunar í norðri hófst síðastliðinn fimmtudag 19. nóvember með “opnu húsi” á Zoom. Umræðuefnið var möguleg tækifæri í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi í tengslum við náttúruvernd og nýtingu minja. Fundurinn var líflegur og mæting ágæt, en um tuttugu manns voru saman komin.

Opið hús hjá Nýsköpun í Norðri - Tækifæri í náttúruvernd og nýtingu minja, kynningar.

Fyrsti fundur vetrarins fer fram á Zoom í dag, 19. nóvember kl 17:00.

“Opið hús” hjá Nýsköpun í Norðri í vetur

“Opið hús” hjá Nýsköpun í Norðri. Við viljum sjá þig og heyra í þér! NÍN hefur frá upphafi byggst á hugmyndum íbúa í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Á næstu vikum verður því þema haldið gangandi með röð rafrænna hittinga (við munum halda staðbundna fundi líka eftir því sem aðstæður leyfa) þar sem leitast verður eftir samtali um verkefni NÍN. Fundirnir eru rafrænir á hverjum fimmtudegi kl 17:00.

Breyting á tímaáætlun Þingeyings

Á 12. fundi samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var ákveðið að breyta tímaáætlun Þingeyings þannig að stefnt verði að kosningum um sameiningu þann 5. júní 2021 í stað 28. mars eins og gert var ráð fyrir í fyrri áætlun.

NÍN með aðstoð við frumkvöðla

Opið hús verður í Skjólbrekku miðvikudaginn 9. september fyrir frumkvöðla í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi sem hafa áhuga á að skila inn umsókn i Matvælasjóð.

Vinna við Þingeying komin aftur á skrið

Vinna við Þingeying er komin aftur á skrið eftir sumarleyfi. Vinna starfshópa er langt komin, en henni var frestað vegna þeirra fjöldatakmarkana og sóttvarnarráðstafana sem gripið var til í vor vegna Covid-19.

Rúlludreifing á vegum NÍN næsta mánudag

Næsta mánudag, þann 10. ágúst, verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN á Sprengisandi milli klukkan 17 og 21 en hægt er að koma hvenær sem er á þessum tíma.

Aðgerðir NÍN - Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga (aðgerð 2)

Í kjölfar 12 íbúafunda í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit, haustið 2019, komu þrjátíu íbúar sveitarfélaganna saman í rýnihópum Nýsköpunar í norðri (NÍN) og mótuðu sex aðgerðir sem byggðu á umræðu íbúafundanna.

Hvað er nýtt í rabarbara?