08.12.2021
Undirbúningsstjórn er að þróa stjórnskipulag sem byggir á þremur sviðum og þremur stjórnendum, án hefðbundins sveitarstjóra.
26.10.2021
Tryggvi Þórhallsson, lögmaður, hefur verið ráðinn sem lögfræðingur hjá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Sveitarfélögin sameinast formlega í lok maí á næsta ári og munu þá mynda stærstu skipulagsheild landsins, samtals um 12 þúsund ferkílómetra.
23.10.2021
Hér er mikill og góður mannauður og fólk er virkilega tilbúið að leggja sitt af mörkum til að sameiningarferlið gangi sem best fyrir sig. Það er mikill hugur í fólki og virkilega gaman að vinna með þessu öfluga fólki sem hér býr og starfar.
20.10.2021
Hlutverk starfshópa er að aðstoða Undirbúningsstjórn við innleiðingu breytinga og stuðla að samstarfi og samráði starfsfólks og kjörinna fulltrúa.
06.06.2021
67,7% kjósenda í Skútustaðahreppi samþykktu sameiningu sveitarfélagsins og Þingeyjarsveitar. Þar með er ljóst að Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit munu sameinast.
05.06.2021
Sameining Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps var samþykkt í Þingeyjarsveit með 65% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 286 greiddu atkvæði með sameiningu en 146 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðirog ógildir atkvæðaseðlar voru sjö (2%).
05.06.2021
Kjörstöðum hefur verið lokað og talning atkvæða er hafin. Hér má sjá streymi frá talningarstöðum.
04.06.2021
Kosningar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar fara fram Laugardaginn 5. júní.
01.06.2021
Sveitungar, nágrannar, frændfólk, félagar, kunningjar og vinir senda góðar kveðjur í kosningavikunni!
26.05.2021
Lagt er til að níu manna sveitarstjórn verði í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Formaður sameiningarnefndar segir samtali við fréttastofu RÚV að mikilvægt sé að tryggja að störf sveitarstjórnarfulltrúa séu bæði skilvirk og fjölskylduvæn.