Fréttir

Spurt og svarað

Þær spurningar sem fram komu á íbúafundum og svör við þeim hafa verið birtar undir „Spurt og svarað“ hér á síðunni!

Viðmiðunardagur kjörskrár er 15. maí

Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningar í Suður-Þingeyjarsýslu er 15. maí næstkomandi.

Góð mæting á fræðandi íbúafundi

Íbúafundir voru í vikunni þar sem samstarfsnefnd Þingeyings og verkefnastjórar kynntu tillögu um sameiningu sem kosið verður um 5. júní.

ÍBÚAFUNDUR 5. MAÍ Í ÝDÖLUM - HORFÐU HÉR!

Hægt verður að horfa á íbúafundinn frá Ýdölum hér í kvöld. Fundurinn hefst stundvíslega kl 20:00.

ÍBÚAFUNDUR 4. MAÍ Í SKJÓLBREKKU - HORFÐU HÉR!

HORFÐU Á FUNDINN HÉRNA!

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar!

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði og hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður möguleg á skrifstofum sveitarfélaganna síðustu 3 vikur fyrir kjördag.

Umræðuhópur á Facebook

Nýr umræðuhópur hefur verið stofnaður á Facebook.

ÍBÚAFUNDIR - ÍBÚAFUNDIR - ÍBÚAFUNDIR

Íbúafundir um tillögu að sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar! Á fundunum verður farið yfir tillögu um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps sem kosið verður um þann 5. júní næstkomandi. Kynning á tillögunni tekur um klukkustund, að því loknu svara fulltrúar samstarfsnefndar og ráðgjafar spurningum íbúa. Fundirnir fara fram: Þriðjudaginn 4. maí kl. 20:00 í Skjólbrekku Miðvikudaginn 5. maí kl. 20:00 í Ýdölum


Bæklingur um kosningu um sameiningu er á leiðinni heim til þín!

Kynningarbæklingur um kosningu um sameiningu er á leiðinni í öll hús, heimili og fyrirtæki í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Einnig verður hægt að nálgast hann á skrifstofum sveitarfélaganna.

Toscana norðursins

Arnór Benónýsson talaði um Nýsköpun í norðri, byggðamál og sameinað seitarfélag í Að norðan á N4.