Fréttir

Frá íbúa til íbúa

Sveitungar, nágrannar, frændfólk, félagar, kunningjar og vinir senda góðar kveðjur í kosningavikunni!

Sameining til umfjöllunar hjá RÚV

Lagt er til að níu manna sveitarstjórn verði í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Formaður sameiningarnefndar segir samtali við fréttastofu RÚV að mikilvægt sé að tryggja að störf sveitarstjórnarfulltrúa séu bæði skilvirk og fjölskylduvæn.

Hvar á ég að kjósa???

Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur í Austur-Húnavatnssýslu annars vegar og Suður-Þingeyjarsýslu hins vegar geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í íbúakosningunni 5. júní næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar laugardaginn 5. júní 2021.

Spurt og svarað

Þær spurningar sem fram komu á íbúafundum og svör við þeim hafa verið birtar undir „Spurt og svarað“ hér á síðunni!

Viðmiðunardagur kjörskrár er 15. maí

Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningar í Suður-Þingeyjarsýslu er 15. maí næstkomandi.

Góð mæting á fræðandi íbúafundi

Íbúafundir voru í vikunni þar sem samstarfsnefnd Þingeyings og verkefnastjórar kynntu tillögu um sameiningu sem kosið verður um 5. júní.

ÍBÚAFUNDUR 5. MAÍ Í ÝDÖLUM - HORFÐU HÉR!

Hægt verður að horfa á íbúafundinn frá Ýdölum hér í kvöld. Fundurinn hefst stundvíslega kl 20:00.

ÍBÚAFUNDUR 4. MAÍ Í SKJÓLBREKKU - HORFÐU HÉR!

HORFÐU Á FUNDINN HÉRNA!

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar!

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði og hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður möguleg á skrifstofum sveitarfélaganna síðustu 3 vikur fyrir kjördag.