Fréttir

Fésbókarsíða NÍN komin í loftið - Aðgerðir NÍN

Fésbókarsíða NÍN er komin í loftið, en þar verða sögð helstu tíðindi af framgangi verkefnisins. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér síðuna og koma með ábendingar um verkefni sem geta aukið verðmæti og stuðlað að framförum á sviði samfélags og umhverfis.

Fjölmenni í rúlludreifingu NÍN í Bárðardal

Uppgræðsludagur var haldinn í Bárðardal 6. júlí. Vel gekk að dreifa gömlum heyrúllum og var svo sannarlega kraftur í Bárðdælingum og öðrum sem fjölmenntu á svæðið.

Uppgræðsla og útivist á vegum NÍN

Mánudaginn 6. júlí verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN í Bárðardal milli klukkan 16 og 20. Kjörið tækifæri til að taka þátt í uppgræðsluverkefni með dreifingu gamalla heyrúlla á mela og í rofabörð en vinnuhópurinn Rúllupp á vegum NÍN leiðbeinir.

Landgræðsla á Hólasandi með birkiplöntum og moltu

Frumkvöðlar NÍN tóku virkan þátt í landgræðsludegi á Hólasandi um helgina. Fjöldi vaskra landgræðsluáhugamanna gróðursetti þar birkiplöntur, í samvinnu við Landgræðsluna og Skógræktina.

Landeigendur sjá tækifæri í tengslum við náttúruvernd í nágrenni Mývatns og Laxár

Innan verkefnisins Nýsköpunar í norðri (NÍN) er lokið frumgreiningu á viðhorfum hagaðila við Mývatn og Laxá til náttúruverndar í fortíð og framtíð til þess að öðlast skilning á samfélagslegum áhrifum verndunar á svæðinu. Verkefnið var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Lifandi streymi að Vinnustofu Nýsköpun í norðri

Hér er hægt að fylgjast með lifandi streymi af vinnustofunni sem fer nú fram í Ýdölum.

Vinnustofa Nýsköpun í norðri í dag

Vinnustofa Nýsköpun í norðri verður haldin í dag kl 17:00 í Ýdölum. Einnig streymt hér á vefnum. Streymið má sjá neðst í þessum fréttapistli.

Nýsköpun í norðri með hæsta styrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna

Fyrri úthlutun úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna 2020 var kynnt á dögunum og hlaut verkefni á vegum Nýsköpunar í norðri (NÍN) hæsta styrk sjóðsins að þessu sinni.

Breyting á tímaáætlun vegna Covid-19: Fundum starfshópa fram haldið í ágúst

Samstarfsnefnd sveitarfélaganna sem skoðar sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að breyta tímaáætlun Þingeyings vegna COVID-19 faraldurs og samkomubanns. Gert er ráð fyrir að vinnu starfshópa verði fram haldið í ágúst og að ráðgjafar taki að sér aukið hlutverk í gagnaöflun. Íbúafundir eru því áætlaðir í haust. Áfram er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir fái álit samstarfsnefndar til afgreiðslu í desember og að kosning um sameiningu geti farið fram í mars 2021.

Fundum starfshópa frestað vegna kovid-19

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu vegna kovid-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna starfshópa um tilgreinda málaflokka verður frestað um sinn. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex og hefur sú vinna gengið mjög vel fram að þessu.