Fréttir

Kynningarfundir í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð

Í kjölfar samþykkta sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um skipan samstarfsnefndar sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga, er boðað til kynningarfunda í báðum sveitarfélögunum, sem hér segir:

Skipað í samstarfsnefnd sem kannar ávinning af sameiningu sveitarfélaganna

Á fundum sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar 12. júní 2019 var samþykkt samhljóða að hvort sveitarfélag skipi þrjá fulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga. Markmiðið er að kortleggja sameiningu sveitarfélaganna með það fyrir augum að hún leiði til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum slagkrafti við að ná árangri í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum.