Fréttir

Fundum starfshópa frestað vegna kovid-19

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu vegna kovid-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna starfshópa um tilgreinda málaflokka verður frestað um sinn. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex og hefur sú vinna gengið mjög vel fram að þessu.

Umhverfisráðuneytið styrkir verkefni NÍN

Mikið hefur verið lagt upp úr íbúasamráði innan verkefnisins Nýsköpun í norðri (NÍN), en haldnir hafa verið 12 íbúafundir innan þess, auk þess sem rýnihópar eru að störfum með það að markmiði að greina tækifæri til skemmri og lengri tíma á sviðum umhverfis, mannauðs og landnýtingar.