Fréttir

Þingeyskir nágrannar í eina sæng?

Rafrænir íbúafundir um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hefjast 2. febrúar. Slóðir inn á fundina eru í fréttinni. Á fundunum mun samstarfsnefndin draga upp mynd af því hvernig sameinað sveitarfélag gæti litið út og leita eftir sjónarmiðum íbúa. Endanleg sameiningartillaga tekur mið af fundunum og verður kynnt með vorinu. Kosið verður um tillöguna 5. júní.

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu. Staðan er ný og markmiðið að efla núverandi verkefni Mývatnsstofu ásamt því að víkka starfsemina út enn frekar í samstarfi við Nýsköpun í Norðri.