Hverjir mega velja nafn á sveitarfélagið?

Undirbúningsstjórn sendi átta tillögur að nöfnum til umsagnar Örnefnanefndar. Þegar umsagnir liggja fyrir verður tekin ákvörðun hvaða nöfn verða lögð fyrir íbúa í skoðanakönnun. 

Í mars fer fram rafræn skoðanakönnun þar sem íbúum gefst tækifæri til að velja nafn á  sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.  Könnunin fer fram í samstarfi við betraisland.is eins og hugmyndasöfnunin sem fór fram í febrúar.  Þátttakendur munu skrá sig inn á rafrænum skilríkjum og munu aðeins íbúar sveitarfélaganna geta tekið þátt. 

Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem hafa náð 16 ára aldri þann 10. mars næstkomandi geta tekið þátt í skoðanakönnuninni.