Fréttir

Röð rafrænna hittinga Nýsköpunar í norðri hófst síðastliðinn fimmtudag 19. nóvember með “opnu húsi” á Zoom.

Röð rafrænna hittinga Nýsköpunar í norðri hófst síðastliðinn fimmtudag 19. nóvember með “opnu húsi” á Zoom. Umræðuefnið var möguleg tækifæri í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi í tengslum við náttúruvernd og nýtingu minja. Fundurinn var líflegur og mæting ágæt, en um tuttugu manns voru saman komin.

Opið hús hjá Nýsköpun í Norðri - Tækifæri í náttúruvernd og nýtingu minja, kynningar.

Fyrsti fundur vetrarins fer fram á Zoom í dag, 19. nóvember kl 17:00.

“Opið hús” hjá Nýsköpun í Norðri í vetur

“Opið hús” hjá Nýsköpun í Norðri. Við viljum sjá þig og heyra í þér! NÍN hefur frá upphafi byggst á hugmyndum íbúa í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Á næstu vikum verður því þema haldið gangandi með röð rafrænna hittinga (við munum halda staðbundna fundi líka eftir því sem aðstæður leyfa) þar sem leitast verður eftir samtali um verkefni NÍN. Fundirnir eru rafrænir á hverjum fimmtudegi kl 17:00.