Fréttir

Bæklingur um kosningu um sameiningu er á leiðinni heim til þín!

Kynningarbæklingur um kosningu um sameiningu er á leiðinni í öll hús, heimili og fyrirtæki í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Einnig verður hægt að nálgast hann á skrifstofum sveitarfélaganna.

Toscana norðursins

Arnór Benónýsson talaði um Nýsköpun í norðri, byggðamál og sameinað seitarfélag í Að norðan á N4.

Umræður um sameiningar í Speglinum

Skólar og bættar samgöngur eru íbúum ofarlega í huga á þeim svæðum þar sem kjósa á um sameiningar á árinu. Helgi Héðinsson, formaður samstarfsnefndar var í viðtali í Speglinum á dögunum.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu þann 5. júní

Samstarfsnefnd um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.

Álit samstarfsnefndar fær tvær umræður í sveitarstjórnum

Samstarfsnefnd Þingeyings hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Íbúafundur um stjórnsýslu og fjármál er að hefjast.

Fundurinn er sendur út á facebook-síðu Nýsköpunar í norðri https://fb.watch/3B5geicqRG/ Slóð fundarins á zoom er https://us02web.zoom.us/j/89182819327

Fundur um skipulags- og umhverfismál er að hefjast

Hér er slóð á streymi frá íbúafundi um skipulags- og umhverfismál á facebook: https://www.facebook.com/nyskopuninordri/videos/134130671823533

Upptaka frá íbúafundi 4. febrúar 2021

Íbúafundur um fræðslu- og félagsþjónustu og menningu, íþrótta- og tómstundamál var haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2021 k. 16:30.

Minnisblöð starfshópa

Umfjöllunarefni íbúafundarins sem haldinn verður í dag kl. 16:30 eru fræðslu- og félagsþjónusta og menningarmál, íþrótta- og tómstundamál. Á fundinum verða kynntar niðurstöður starfshópa um þessi málefni og þær ræddar í umræðuhópum. Hægt er að kynna sér afrakstur vinnu starfshópanna í minnisblöðum sem birt hafa verið á síðum starfshópanna.

Þingeyskir nágrannar í eina sæng? Fyrsti íbúafundur af fjórum fer fram núna! Hægt er að fylgjast með fundinum hér.

Fyrsti fundur af fjórum fer fram núna í kvöld. Fyrsti íbúafundur af fjórum fer fram núna! Hægt er að fylgjast með fundinum hér.