Fréttir

Auðkennismerking Þingeyings

Samstarfsnefndin hefur samþykkt meðfylgjandi auðkennismerki Þingeyings.

Blásið til verkefnisins Nýsköpun í norðri

Í tengslum við sameiningarviðræður Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa sveitastjórnir sveitarfélaganna sett sér markmið um að nýtt sveitarfélag verði þekkt og eftirsótt fyrir frábært mannlíf og einstaka náttúru. Til að svo megi verða er mikilvægt að samspil verndunar náttúru og verðmætasköpunar atvinnulífs sé skýrt og nýtt sé framsækin þekking og menntun í samhengi við staðbundna reynslu og sögu svæðisins.