Undirbúningsstjórn um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar boðar til íbúafundar um stöðu, stefnu og tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi miðvikudaginn 9. febrúar kl. 16:30 – 18:00 í Skjólbrekku, en fundurinn verður einnig sendur út á Facebooksíðu Skútustaðahrepps.
Sérstakur gestur fundarins verður Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála sem tengist stafrænt inn á fundinn.
Erindi:
- Stuð og stefna: Arnór Benónýsson – oddviti Þingeyjarsveitar
- Sveitarfélög til framtíðar: Sigurður Ingi Jóhannsson – innviðaráðherra
- Hvað á barnið að heita: Róbert Ragnarsson – RR ráðgjöf
- Nýja stjórnarskráin: Tryggvi Þórhallsson – lögmaður sameinaðs sveitarfélags
- Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi: Helgi Héðinsson – oddviti Skútustaðahrepps
- Menntasókn í Norðri: Kristrún Birgisdóttir – eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs
- Nýsköpun í Norðri: Sveinn Margeirsson – sveitarstjóri Skútustaðahrepps
- Gaman í Gíg: Anna Þorsteinsdóttir – Þjóðgarðsvörður