Fréttir

Jöfnunarsjóður samþykkir 29 m.kr. framlag

Á fundum sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 8.10.2019 vegna umsóknar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna.

Samið við RR ráðgjöf ehf

Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps 18. september 2019 var samþykktur samningur við RR ráðgjöf sem undirritaður var af fulltrúum beggja aðila.

Sameiginleg umsögn um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sendu inn sameiginlega umsögn um tillögu að reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda:

Sameiginleg umsögn um málefni sveitarfélaga

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiginlega umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023:

Vel mætt á fyrstu íbúafundina

Íbúafundir voru haldnir í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð 20. júní kl. 17 og kl. 20. Markmið fundanna var að kynna ferlið framundan og kalla eftir sjónarmiðum íbúa við upphaf verkefnisins. Oddvitar beggja Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar opnuðu fundina en fulltrúar RR ráðgjafar ehf, þeir Róbert Ragnarsson og Jón Hrói Finnsson, stýrðu fundunum.

Kynningarfundir í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð

Í kjölfar samþykkta sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um skipan samstarfsnefndar sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga, er boðað til kynningarfunda í báðum sveitarfélögunum, sem hér segir:

Skipað í samstarfsnefnd sem kannar ávinning af sameiningu sveitarfélaganna

Á fundum sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar 12. júní 2019 var samþykkt samhljóða að hvort sveitarfélag skipi þrjá fulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga. Markmiðið er að kortleggja sameiningu sveitarfélaganna með það fyrir augum að hún leiði til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum slagkrafti við að ná árangri í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum.