Fréttir

Umræður um sameiningar í Speglinum

Skólar og bættar samgöngur eru íbúum ofarlega í huga á þeim svæðum þar sem kjósa á um sameiningar á árinu. Helgi Héðinsson, formaður samstarfsnefndar var í viðtali í Speglinum á dögunum.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu þann 5. júní

Samstarfsnefnd um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.

Álit samstarfsnefndar fær tvær umræður í sveitarstjórnum

Samstarfsnefnd Þingeyings hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Íbúafundur um stjórnsýslu og fjármál er að hefjast.

Fundurinn er sendur út á facebook-síðu Nýsköpunar í norðri https://fb.watch/3B5geicqRG/ Slóð fundarins á zoom er https://us02web.zoom.us/j/89182819327

Fundur um skipulags- og umhverfismál er að hefjast

Hér er slóð á streymi frá íbúafundi um skipulags- og umhverfismál á facebook: https://www.facebook.com/nyskopuninordri/videos/134130671823533

Upptaka frá íbúafundi 4. febrúar 2021

Íbúafundur um fræðslu- og félagsþjónustu og menningu, íþrótta- og tómstundamál var haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2021 k. 16:30.

Minnisblöð starfshópa

Umfjöllunarefni íbúafundarins sem haldinn verður í dag kl. 16:30 eru fræðslu- og félagsþjónusta og menningarmál, íþrótta- og tómstundamál. Á fundinum verða kynntar niðurstöður starfshópa um þessi málefni og þær ræddar í umræðuhópum. Hægt er að kynna sér afrakstur vinnu starfshópanna í minnisblöðum sem birt hafa verið á síðum starfshópanna.

Þingeyskir nágrannar í eina sæng? Fyrsti íbúafundur af fjórum fer fram núna! Hægt er að fylgjast með fundinum hér.

Fyrsti fundur af fjórum fer fram núna í kvöld. Fyrsti íbúafundur af fjórum fer fram núna! Hægt er að fylgjast með fundinum hér.

Þingeyskir nágrannar í eina sæng?

Rafrænir íbúafundir um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hefjast 2. febrúar. Slóðir inn á fundina eru í fréttinni. Á fundunum mun samstarfsnefndin draga upp mynd af því hvernig sameinað sveitarfélag gæti litið út og leita eftir sjónarmiðum íbúa. Endanleg sameiningartillaga tekur mið af fundunum og verður kynnt með vorinu. Kosið verður um tillöguna 5. júní.

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu. Staðan er ný og markmiðið að efla núverandi verkefni Mývatnsstofu ásamt því að víkka starfsemina út enn frekar í samstarfi við Nýsköpun í Norðri.