Fréttir

Aðgerðir NÍN - Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga (aðgerð 2)

Í kjölfar 12 íbúafunda í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit, haustið 2019, komu þrjátíu íbúar sveitarfélaganna saman í rýnihópum Nýsköpunar í norðri (NÍN) og mótuðu sex aðgerðir sem byggðu á umræðu íbúafundanna.

Hvað er nýtt í rabarbara?

Fésbókarsíða NÍN komin í loftið - Aðgerðir NÍN

Fésbókarsíða NÍN er komin í loftið, en þar verða sögð helstu tíðindi af framgangi verkefnisins. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér síðuna og koma með ábendingar um verkefni sem geta aukið verðmæti og stuðlað að framförum á sviði samfélags og umhverfis.

Fjölmenni í rúlludreifingu NÍN í Bárðardal

Uppgræðsludagur var haldinn í Bárðardal 6. júlí. Vel gekk að dreifa gömlum heyrúllum og var svo sannarlega kraftur í Bárðdælingum og öðrum sem fjölmenntu á svæðið.

Uppgræðsla og útivist á vegum NÍN

Mánudaginn 6. júlí verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN í Bárðardal milli klukkan 16 og 20. Kjörið tækifæri til að taka þátt í uppgræðsluverkefni með dreifingu gamalla heyrúlla á mela og í rofabörð en vinnuhópurinn Rúllupp á vegum NÍN leiðbeinir.