Mestur stuðningur við heitið Þingeyjarsveit

Nú liggja fyrir niðurstöður rafrænnar skoðanakönnunar sem fór fram á BetraÍsland á tímabilinu 4. apríl til 19. apríl. Rétt til þátttöku höfðu allir íbúar eldri en 16 ára, eða alls 1.138. Þátt tóku 305 íbúar eða um 27%.  Valið stóð á milli fjögurra heita. Atkvæði féllu þannig:

Heiti

Fjöldi atkvæða

Hlutfall

Þingeyjarsveit

185

61%

Suðurþing

75

25%

Goðaþing

25

8%

Laxárþing

18

6%

Auðir

2

1%

Alls

305

100%

Niðurstöður skoðanakönnunar í grunnskólum sveitarfélaganna gefa sambærilegar niðurstöður. Rétt til þátttöku höfðu 148 nemendur. Alls greiddu 138 nemendur atkvæði, eða 93,2%. Atkvæði féllu þannig:

Heiti

Fjöldi atkvæða

Hlutfall

Þingeyjarsveit

60

43%

Suðurþing

19

14%

Goðaþing

26

19%

Laxárþing

31

22%

Auðir

2

1%

Alls

138

100%

Kannanirnar eru ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur málið til afgreiðslu á grundvelli 5. gr. sveitarstjórnarlaga að afloknum sveitarstjórnarkosningum.