Samskiptasáttmáli samstarfsnefndar

1. Sáttmáli þessi nær til skipaðra nefndarmanna samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, aðal- og  varamanna og starfsmanna. Hópurinn undirbýr tillögu að sameiningu sveitarfélaganna tveggja  til  afgreiðslu sveitarstjórna og í kjölfarið atkvæðagreiðslu meðal íbúa í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga

2. Sáttmálinn gildir um samskipti innan og utan samstarfsnefndarinnar í öllum þeim verkefnum og samtölum sem leiða af hlutverki nefndarinnar.

3. Við undirritaðir fulltúar og starfsmenn samstarfsnefndarinnar virðum þagnarskyldu og gætum trúnaðar við meðferð upplýsinga við störf okkar.

4. Samskiptin byggja á gildum verkefnisins sem eru:

a. Haminga og samstarf: Við erum víðsýn og umburðarlynd, lítum á björtu hliðarnar, byggjum upp traust og stuðlum þannig að vellíðan í samskiptum og samstarfi.

b. Gleði og fagmennska:  Við leggjum okkur fram um að vera lausnamiðuð, bjartsýn, fagleg, heiðarleg og glaðleg og og höfum að leiðarljósi gagnkvæma virðingu hvert fyrir öðru

5. Svona viljum við hafa samskipti á fundum:

a. Við virðum skoðanir hvers annars og gætum að orðalagi og fasi.
b. Við erum kurteis og yfirveguð og sýnum hvert öðru virðingu.
c. Við erum málefnaleg og hnitmiðuð í málflutningi.
d. Við höldum athygli og hlustum á hvert annað.
e. Við mætum á réttum tíma.
f. Við virðum fundarstjórn.
g. Við erum vel undirbúin.
h. Við erum hreinskilin og rýnum til gagns.

6. Hver og einn í samstafsnefnd tekur ábyrgð á eigin hegðun og bætir fyrir slæm samskipti eins fljótt og auðið er.

7. Fundarstjóri þarf enn fremur að:

a. sjá til þess að allir fái að tjá sig
b. gæta þess að allar skoðanir komi fram
c. halda tímaáætlun
d. leiða fram niðurstöðu
e. gera stutt fundarhlé á löngum fundum

 

Getum við bætt efni síðunnar?