Stjórnsýsla og fjármál

Liður í verkefninu Þingeyingi er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.  Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Starfshópur um stjórnsýslu og fjármál:

Lagt verður mat á stjórnsýsluna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar komi til sameiningar. Sérstaklega verði fjallað um möguleika til að tryggja áhrif íbúa á tilgreind nærþjónustuverkefni, til dæmis með skipan hverfisráða með skýrar heimildir til ákvarðana, samanber 132. gr. svstjl. nr. 138/2011. Einnig verða skoðaðar leiðir í rafrænni stjórnsýslu sem geta aukið skilvirkni í þjónustu og afgreiðslu mála gagnvart íbúum sveitarfélaganna, þ.mt. með aukinni sjálfsþjónustu.

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður greind og lagt mat á áhrif sameiningar á þróun fjárhags sveitarfélaganna. Mikilvægt er að slík greining sé unnin í samráði við endurskoðendur sveitarfélaganna. Rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir sameinað sveitarfélag verður byggður á fyrirliggjandi áætlunum sveitarfélaganna, og áhrif sameiningar metin á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá verður samanburður á gjaldskrám og álagningarstofnum.

Minnisblað starfshópsins

Fylgiskjöl með minnisblaði

Skútustaðahreppur:

Sveitarstjóri Sveinn Margeirsson
Stjórnendur í stjórnsýslu Margrét Halla Lúðvíksdóttir
Kjörnir fulltrúar Helgi Héðinsson
Kjörnir fulltrúar Halldór Þorláksson

 

Þingeyjarsveit:

Sveitarstjóri Dagbjört Jónsdóttir
Stjórnendur í stjórnsýslu Gísli Sigurðsson
Kjörnir fulltrúar Arnór Benónýsson
Kjörnir fulltrúar Jóna Björg Hlöðversdóttir 
Getum við bætt efni síðunnar?