Fréttir

Breyting á tímaáætlun vegna Covid-19: Fundum starfshópa fram haldið í ágúst

Samstarfsnefnd sveitarfélaganna sem skoðar sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að breyta tímaáætlun Þingeyings vegna COVID-19 faraldurs og samkomubanns. Gert er ráð fyrir að vinnu starfshópa verði fram haldið í ágúst og að ráðgjafar taki að sér aukið hlutverk í gagnaöflun. Íbúafundir eru því áætlaðir í haust. Áfram er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir fái álit samstarfsnefndar til afgreiðslu í desember og að kosning um sameiningu geti farið fram í mars 2021.

Fundum starfshópa frestað vegna kovid-19

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu vegna kovid-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna starfshópa um tilgreinda málaflokka verður frestað um sinn. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex og hefur sú vinna gengið mjög vel fram að þessu.

Umhverfisráðuneytið styrkir verkefni NÍN

Mikið hefur verið lagt upp úr íbúasamráði innan verkefnisins Nýsköpun í norðri (NÍN), en haldnir hafa verið 12 íbúafundir innan þess, auk þess sem rýnihópar eru að störfum með það að markmiði að greina tækifæri til skemmri og lengri tíma á sviðum umhverfis, mannauðs og landnýtingar.

Nýsköpunarkraftur í norðri

Rýnihópar verkefnisins Nýsköpun í norðri hafa skilað af sér fyrstu niðurstöðum, en í hópunum er unnið að aðgerðaáætlunum sem byggja á tækifærum sem komið hafa fram á alls 12 íbúafundum sem haldnir hafa verið í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi síðustu mánuði.

Starfshópar Þingeyings teknir til starfa

Liður í verkefninu Þingeyingi er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex og þá hefur annar eins fjöldi tekið þátt í verkefninu Nýsköpun í norðri. Starfshóparnir eru samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Fundargerð frá 7. fundi samstarfsnefndar

7. fundur samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar haldinn að Hlíðavegi 6 í Mývatnssveit þann 19. febrúar. Að vanda voru ýmis mál á dagskrá. Meðal annars var sagt frá fundum starfshópa, fundaferð formanns og varaformanns og umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Nýsköpun í norðri heimsækir samstarfsaðila

Verkefnið Nýsköpun í norðri (NÍN) kynnti nýlega afrakstur og áætlanir næstu mánaða fyrir ýmsum samstarfsaðilum. Arnór Benónýsson, Helgi Héðinsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir sem öll eiga sæti í stýrihópi NÍN lögðu land undir fót til Reykjavíkur í þessum erindagjörðum og funduðu með samstarfsaðilum ásamt Sveini Margeirssyni, verkefnisstjóra NÍN.

Skipað í starfshópa Þingeyings

Liður í verkefninu Þingeyingi er að meta stöðu sveitarfélaganna, horfur í rekstri og þjónustu og líkleg áhrif sameiningar á þessa þætti. Í verkefnisáætlun er gert ráð fyrir að skipaðir verði starfshópar um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.

Auðkennismerking Þingeyings

Samstarfsnefndin hefur samþykkt meðfylgjandi auðkennismerki Þingeyings.

Blásið til verkefnisins Nýsköpun í norðri

Í tengslum við sameiningarviðræður Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa sveitastjórnir sveitarfélaganna sett sér markmið um að nýtt sveitarfélag verði þekkt og eftirsótt fyrir frábært mannlíf og einstaka náttúru. Til að svo megi verða er mikilvægt að samspil verndunar náttúru og verðmætasköpunar atvinnulífs sé skýrt og nýtt sé framsækin þekking og menntun í samhengi við staðbundna reynslu og sögu svæðisins.