Nýsköpun í norðri

Í tengslum við sameiningarviðræður Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa sveitastjórnir sveitarfélaganna sett sér markmið um að nýtt sveitarfélag verði þekkt og eftirsótt fyrir frábært mannlíf og einstaka náttúru. Til að svo megi verða er mikilvægt að samspil verndunar náttúru og verðmætasköpunar atvinnulífs sé skýrt og nýtt sé framsækin þekking og menntun í samhengi við staðbundna reynslu og sögu svæðisins.

Sveitarfélögin hafa blásið til verkefnisins Nýsköpun í norðri sem hefur að markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins, samhliða því að nýtt sveitarfélag verði í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar, tekið verði mið af tæknibreytingum og tækifærum tengdum þeim og byggðir upp og samnýttir innviðir sem treysta samkeppnishæfni svæðisins til lengri tíma. Sveinn Margeirsson, bóndasonur og verkfræðingur, mun stýra verkefninu.

Með Nýsköpun í norðri vilja sveitarfélögin gera sig betur í stakk búin að takast á við þær miklu samfélags- og tæknibreytingar sem nú eiga sér stað. Stefnt er að því að nýta vinnu við Nýsköpun í norðri til stuðnings við nýsköpun í stjórnsýslu og við  gerð verndar- og nýtingaráætlunar, samhliða vinnu við aðalskipulag sveitarfélaganna. Meginhluti vinnunnar í Nýsköpun í norðri á sér stað hjá grasrótinni heima í héraði og er sú vinna samhæfð vinnu sem á sér stað í samvinnu við opinbera aðila. Þannig er stefnt á að íbúar nái að ræða saman til lausnar og sameiginlegrar sýnar á framtíðar verðmætasköpun í héraði.

 Stýrihópur heldur utan um skipulagningu en jafnframt munu rýnihópa koma að verkefninu.

Hægt er að kynna sér framvindu og afrakstur NÍN nánar í eftirfarandi skýrslu:

Nýsköpun í norðri - afrakstur 2019-2020.pdf

Verkefnisstjóri: Sveinn Margeirsson

Stýrihópur:

Arnór Benónýsson formaður, Ásmundur Ævar Þormóðsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Þingeyjarsveit. 
Helgi Héðinsson varaformaður, Pétur Snæbjörnsson og Arnþrúður Dagsdóttir frá Skútustaðahreppi.

Starfsmenn: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og Sveinn Margeirsson núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps sem tók við af Þorsteini Gunnarssyni fyrrum sveitarstjóra Skútustaðahrepps.

Náttúruvernd í norðri

Í þessu ferli hafa tækifæri varðandi verndun Mývatns, Laxár og nærumhverfis verið til umræðu enda rík áhersla lögð á að stuðla að sjálfbærni svæðisins til framtíðar. Út frá þeirri umræðu spratt upp sú hugmynd að ráðast í greiningu á fýsileika, áskorunum og göllum sem geta falist í því að verndarsvæði Mývatns og Laxár verði skilgreint sem þjóðgarður. Í framhaldi af því var verkefnið Náttúruvernd í norðri sett á laggirnar, svokallað C9 verkefni úr byggðaáætlun sem unnið er á vettvangi Samtaka Sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Verkefnið felur í sér að greina tækifæri og hindranir af völdum frekari uppbyggingu á þjónustu í tengslum við verndarsvæði Mývatns og Laxár.

Hægt er að kynna sér framvindu og afrakstur Náttúruverndar í norðri nánar í eftirfarandi skýrslum:

Náttúruvernd í norðri - Frumgreining.pdf

Náttúruvernd í norðri - Verkhluti 1.pdf

Náttúruvernd í norðri - Verkhluti 2.pdf

Náttúruvernd í norðri - Verkhluti 3.pdf

Getum við bætt efni síðunnar?