Fundargerð frá 7. fundi samstarfsnefndar

7. fundur samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar haldinn að Hlíðavegi 6 í Mývatnssveit þann 19. febrúar. Að vanda voru ýmis mál á dagskrá. Meðal annars var sagt frá fundum starfshópa, fundaferð formanns og varaformanns og umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Þá var unnið að því að greina mikilvæga þætti og verkefni sem snúa að ríkinu, svo sem heilbrigðismál, framhaldsskóla og háskólamál. Fjallað var um verkefni og þjónustu sem eru utan áhrifasviðs sveitarfélaganna og sameining mun því ekki hafa bein áhrif á, svo sem starfsemi frjálsra félagasamtaka og starfsemi og þjónustu ríkisstofnana.

Fundargerðir samstarfsnefndarinnar má sjá hér.