Starfshópar Þingeyings teknir til starfa

Frá fundi starfshóps um fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-hluta fyrirtæki sem haldinn var í S…
Frá fundi starfshóps um fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-hluta fyrirtæki sem haldinn var í Skjólbrekku.

Liður í verkefninu Þingeyingi er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.  Starfshóparnir eru þegar teknir til starfa. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex. Starfshóparnir eru samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Hér má sjá starfshópana (fáið nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi starfshóp):

Starfshópur um stjórnsýslu og fjármál

Starfshópur um fræðslu- og félagsþjónustu

Nýsköpun í norðri (atvinnulíf, umhverfi og byggðaþróun)

Starfshópur um skipulagsmál

Starfshópur um menningar-, íþrótta- og tómstundamál

Starfshópur um fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-huta fyrirtæki