Skipað í starfshópa Þingeyings

Liður í verkefninu Þingeyingi er að meta stöðu sveitarfélaganna, horfur í rekstri og þjónustu og líkleg áhrif sameiningar á þessa þætti. Í verkefnisáætlun er gert ráð fyrir að skipaðir verði starfshópar um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.

Hver starfshópur ræðir tiltekin verkefni sem samstarfsnefnd hefur gefið ákveðinn ramma um. Skipað hefur verið í starfshópana og má sjá hlutverk starfshópanna og hverjir skipa þá með því að smella efst á heimasíðunni á valstikuna Starfshópar og þar undir eru hóparnir. Einnig má smella á nöfn hópana hér að neðan.

Við val á fulltrúum í starfshópa var lagt til grundvallar að velja þátttakendur með þekkingu á málefninu en jafnframt verði gætt að kynjahlutföllum, aldurssamsetningu og að íbúar af erlendum uppruna eigi aðkomu.

Starfshóparnir eru:

Stjórnsýsla- og fjármál

Fræðslu- og félagsþjónusta

Nýsköpun í norðri

Skipulagsmál

Menningar-, íþrótta- og tómstundamál

Fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-hluta fyrirtæki

Atvinnulíf, umhverfi og byggðaþróun