Fundum starfshópa frestað vegna kovid-19

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu vegna kovid-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna starfshópa um tilgreinda málaflokka verður frestað um sinn. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex og hefur sú vinna gengið mjög vel fram að þessu.

Samstarfsnefnd sveitarfélaganna sem skoðar sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar mun endurskoða tímaáætlun verkefnisins á næsta fundi samstarfsnefndarinnar.