Breyting á tímaáætlun Þingeyings

Á 12. fundi samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var ákveðið að breyta tímaáætlun Þingeyings þannig að stefnt verði að
kosningum um sameiningu þann 5. júní 2021 í stað 28. mars eins og gert var ráð fyrir í fyrri áætlun. Nefndinni þykir rétt að bíða með fyrirhugað íbúasamráð á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi og samfélagið tekst á við afleiðingar ástandsins. Samstarfsnefnd gerir þó ráð fyrir að halda fundum sínum í október og nóvember og fara yfir vinnu starfshópa sem nú er að ljúka.

 Ný tímalína Þingeyings