“Opið hús” hjá Nýsköpun í Norðri í vetur

Dagskrá NÍN í vetur
Dagskrá NÍN í vetur

NÍN hefur frá upphafi byggst á hugmyndum íbúa í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Á næstu vikum verður því þema haldið gangandi með röð rafrænna hittinga (við munum halda staðbundna fundi líka eftir því sem aðstæður leyfa) þar sem leitast verður eftir samtali um verkefni NÍN. Fundirnir eru rafrænir á hverjum fimmtudegi kl 17:00.

Dagskrá
19. nóvember kl 17:00-18:00 - Tækifæri í náttúruvernd og nýtingu minja, kynningar.
Kynning á tækifærum sem geta falist í náttúru- og minjavernd í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Hildur Ásta Þórhallsdóttir leiðir fundinn, en góðir gestir flytja erindi. Fundurinn er tekinn upp og aðgengilegur á Thingeyingur.is og Facebooksíðu NÍN.
 
26. nóvember kl 17:00-18:00 - Tækifæri í náttúruvernd og nýtingu minja, umræður.
Samtal íbúa um möguleg tækifæri í samhengi við kynningar frá 19. nóvember. Umræðurnar fara fram á rafrænum samtalsvettvangi, en hlekk inná fundinn verður hægt að finna á Thingeyingur.is og Facebooksíðu NÍN.
 
3. desember kl 17:00-18:00 - Umræður um afrakstur aðgerða NÍN sem unnar voru af rýnihópum vorið 2020. Hvað hefur gerst síðan þá?
 
10. desember kl 17:00 -Viðskiptaþróun í Þingeyjarsveit og Mývatnssveit - Hvaða fyrirtæki eru rísandi stjörnur og hvaða tækifæri eru handan við hornið?
 
14. janúar kl 17:00 -Tækifæri í kolefnisbindingu í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.
 
Áframhaldandi dagskrá verður kynnt síðar. Nánari upplýsingar má finna inn á www.thingeyingur.is og Facebook síðu NÍN.