Röð rafrænna hittinga Nýsköpunar í norðri hófst síðastliðinn fimmtudag 19. nóvember með “opnu húsi” á Zoom. Umræðuefnið var möguleg tækifæri í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi í tengslum við náttúruvernd og nýtingu minja. Fundurinn var líflegur og mæting ágæt, en um tuttugu manns voru saman komin.
Á fundinum flutti Sædís Gunnarsdóttir minjavörður á Norðausturlandi erindið “Nýting Minja - tækifæri fyrir samfélagið?” og Hildur Ásta Þórhallsdóttir verkefnastjóri Náttúruverndar í norðri erindið “Náttúrunýsköpun - verndun náttúru í bakgarðinum.” Í kölfarið tóku gestir fundarins þátt í stuttum umræðum um málefnin, en ljóst er á áhuga gesta að ástæða er til þess að halda samtali um náttúruvernd og nýtingu minja gangandi.
Upptöku af fundum má horfa á hér:
https://www.facebook.com/nyskopuninordri/videos/183727390068953
Næsta opna hús NÍN er fimmtudaginn 26. nóvember kl 17:00-18:00. Viðfangsefni þessarar viku er eins og í síðustu viku tækifæri í náttúruvernd og nýtingu minja, en í þetta skiptið byggir fundurinn einungis á samtali um málefnin í stað kynninga. Umræðurnar fara eins og áður fram á rafrænum samtalsvettvangi, en hlekk inná fundinn verður hægt að finna á Thingeyingur.is og Facebooksíðu NÍN þegar nær dregur.
https://us02web.zoom.us/j/82289079959
NÍN óskar eftir því að fólk mæti og ræði málin, en framþróun verkefnisins byggir alfarið á þátttöku heimamanna. Spurningar sem verða teknar fyrir verða í líkingu við:
1. Hvernig getum við haft áhrif á vernd náttúru og minja?
2. Hvaða aðgerðir getum við farið beint í dag?
3. Hvaða tækifæri er hægt að skapa í tengslum við minja á svæðinu?
4. Hvaða tækifæri er hægt að skapa í tengslum við náttúruvernd á svæðinu?
5. Hvaða minjar eru á svæðinu?
6. Hvaða náttúrusvæði er hægt að nýta betur?
https://us02web.zoom.us/j/82289079959
Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Nýsköpun í norðri á Facebook eða beint við Hildi Þórhallsdóttur í netfangið hildur@skutustadahreppur.is