Rúlludreifing á vegum NÍN næsta mánudag

Líf og fjör við rúlludreifingu í júlí!
Líf og fjör við rúlludreifingu í júlí!
Næsta mánudag, þann 10. ágúst, verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN á Sprengisandi milli klukkan 17 og 21 en hægt er að koma hvenær sem er á þessum tíma.
 
Unnið er á landgræðslusvæðum skammt sunnan við Mýri í Bárðardal, stutt frá Aldeyjarfossi , Hrafnabjargafossum og Íshólsvatni og því um að gera að nota ferðina í að skoða þessar náttúruperlur í leiðinni. Við hvetjum fólk til að koma og hjálpa til við verkefnið með því að velta rúllum niður brekkur og dreifa í kringum rofabörð. Léttar veitingar og kaffi verður í boði og um kvöldmatarleytið verða grillaðar pylsur fyrir þátttakendur. Endilega grípið með ykkur hanska og heygaffla ef þið eigið.
 
Frekari upplýsingar veitir Sigurlína Tryggva í síma 8953295 / linatr@simnet.is og svo er hægt að senda fyrirspurnir á fb hópinn Rúllupp
Það verða verkefni fyrir alla aldurshópa og við hvetjum sem flesta til að koma og taka þátt en eins og sagt er - margar hendur vinna létt verk