Vel mætt á fyrstu íbúafundina

Jón Hrói Finnsson og Róbert Ragnarsson ráðgjafar stýrðu íbúafundunum.
Jón Hrói Finnsson og Róbert Ragnarsson ráðgjafar stýrðu íbúafundunum.

Íbúafundir voru haldnir í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð 20. júní kl. 17 og kl. 20. Markmið fundanna var að kynna ferlið framundan og kalla eftir sjónarmiðum íbúa við upphaf verkefnisins. Oddvitar beggja Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar opnuðu fundina en fulltrúar RR ráðgjafar ehf, þeir Róbert Ragnarsson og Jón Hrói Finnsson, stýrðu fundunum.

Fundunum var streymt á Facebook síðum sveitarfélaganna tveggja.  Á fundunum var sú nýjung í íbúasamráði að notast var við kerfið Mentimeter sem gefur bæði þeim sem eru á fundinum og þeim sem fylgjast með í gegnum streymi tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Tókst þetta nýja fyrirkomulag mjög vel.

Íbúafundirnir voru vel sóttir og þá var góð umferð á Facebook síðunum þar sem íbúar fylgdust með.