Kynningarfundir í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð

kynningarfundur
kynningarfundur

 

Í kjölfar samþykkta sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um skipan samstarfsnefndar sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga, er boðað til kynningarfunda í báðum sveitarfélögunum, sem hér segir:

Fimmtudaginn 20. júní

  • Kl. 17.00 í Félagsheimilinu Skjólbrekku í Skútustaðahreppi
  • Kl. 20.00 í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit

Á fundunum verður ferli verkefnisins kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri strax í upphafi.

Við hvetjum íbúa okkar til þess að mæta á fundina og kynna sér málin.  

 

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar