ÍBÚAFUNDIR - ÍBÚAFUNDIR - ÍBÚAFUNDIR

Íbúafundir um tillögu að sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar!

Á fundunum verður farið yfir tillögu um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps sem kosið verður um þann 5. júní næstkomandi. Kynning á tillögunni tekur um klukkustund, að því loknu svara fulltrúar samstarfsnefndar og ráðgjafar spurningum íbúa.

Fundirnir fara fram:


Þriðjudaginn 4. maí kl. 20:00 í Skjólbrekku -
Zoom hlekkur fyrir þá sem vilja mæta á fjarfund
https://us02web.zoom.us/j/81784344071

Miðvikudaginn 5. maí kl. 20:00 í Ýdölum
 - 
Zoom hlekkur fyrir þá sem vilja mæta á fjarfund https://us02web.zoom.us/j/81364161889

Íbúar geta tekið þátt í fundum með tvenns konar hætti:
1. Mætt á fundarstað - þar verða 20 manna sóttvarnarhólf og nóg af plássi.
2. Taka þátt í gegnum Zoom eða horfa á streymi af fundunum á Facebook síðum sveitarfélaganna og á vefsíðunni www.thingeyingur.is. 

Íbúar geta sent inn spurningar til fundarstjóra í gegnum tölvu, síma eða spjaldtölvu á vefsíðunni www.menti.com á meðan fundinum stendur. Í upphafi fundar verður gefið upp lykilorð til að slá inn á menti.com. Þá er hægt að senda inn spurningar eða skoða þær spurningar sem aðrir hafa varpað fram. Hægt er að greiða spurningum annarra atkvæði sitt og gefa þeim þannig aukið vægi og færa framar í spurningaröðinni.
Einnig verður boðið upp á hnitmiðaðar spurningar úr sal ef þess gerist þörf.

Ef einhverjum spurningum er ósvarað í lok fundar verða svörin birt á thingeyingur.is.

Nánari upplýsingar og forsendur sameiningartillögu má finna á vefsíðunni thingeyingur.is

Íbúar eru hvattir til þess að taka virkan þátt og láta sig málið varða og mæta upplýst til kosninga 5. júní 2021.

Valdið er hjá íbúum!