Góð mæting á fræðandi íbúafundi

Íbúum var boðið að mæta á staðarfundi, taka þátt í gegnum Zoom eða horfa á í gegnum Facebook live. Það er óhætt að segja að íbúar hafi fjölmennt því þótt það hafi ekki verið margt um manninn á staðarfundum var mjög góð mæting í netheimum. Talið er að um 150-200 manns hafi tekið þátt í fundum á einhvern hátt sem er afar ánægjulegt.

Að kynningu lokinni gafst íbúum tækifæri til þess að spyrja samstarfsnefnd spjörunum úr. Nefndin var spurð á fjórða tug spurninga sem flestum var svarað á staðnum. Spurningarnar og svörin við þeim munu birtast undir spurt og svarað á þingeyingur.is á næstu dögum.

Hópurinn Þingeyingur – umræðuvettvangur var stofnaður á Facebook, þar gefst íbúum tækifæri á að ræða sameiningu hvort við annað. Endilega deilið hópnum áfram til nágranna ykkar.

Íbúar eru hvattir til þess að nýta næsta mánuðinn í að kynna sér tillöguna, ræða við nágranna sína og sveitunga og taka upplýsta ákvörðun þann 5.júní!