Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast

67,7% kjósenda í Skútustaðahreppi samþykktu sameiningu sveitarfélagsins og Þingeyjarsveitar. Þar með er ljóst að Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit munu sameinast. Atkvæði féllu þannig að 159 merktu við já (67.7%) en 71 merkti við Nei (30,2%). Auðir seðlar voru fimm (2,1%).

Fréttin er birt með fyrirvara.