Þrír starfshópar vinna að innleiðingu breytinga

Þann 20. október var haldinn upphafsfundur starfshópa við innleiðingu sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Hóparnir eru þrír og í þeim sitja 21 einstaklingur.  Starfshóparnir eru:
  • Stjórnsýsla, fjármál og mannauðsmál
  • Fræðsla, félagsþjónusta og frístundir
  • Umhverfi, skipulag, atvinna og nýsköpun
Hlutverk starfshópa er að aðstoða Undirbúningsstjórn við innleiðingu breytinga og stuðla að samstarfi og samráði starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Meðal þeirra verkefna sem hóparnir hafa tekið að sér er að kortleggja þær samþykktir, reglur og gjaldskrársem gilda á málasviði þeirra og gera tillögu að samræmingu þeirra eða endurskoðun.
Eiga samráð við aðila á viðkomandi málasviði, bæði til að afla nauðsynlegra upplýsinga og miðla upplýsingum um verkefnið.
 
Hlutverk starfshópa afmarkast við undirbúning og innleiðingu nýs sveitarfélags á verkefnistíma til vors 2022, en ný sveitarstjórn tekur við að afloknum sveitarstjórnarkosningum í maí næstkomandi.  Verkefnin eru að mestu leyti af hagnýtum toga við að yfirfara og ræða verklag og ferla.
Stefnumótun og ákvarðanir sem geta skuldbundið nýtt sveitarfélag þurfa að bíða þar til sveitarfélagið hefur tekið til starfa.