Sameining samþykkt í Þingeyjarsveit

Sameining Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps var samþykkt í Þingeyjarsveit með 65,1% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 286 greiddu atkvæði með sameiningu en 146 greiddu atkvæði gegn sameiningu (33,3). Auðirog ógildir atkvæðaseðlar voru sjö (1,5%).

Kjörsókn var 66,6%.

Fréttin er birt með fyrirvara.