Álit samstarfsnefndar fær tvær umræður í sveitarstjórnum

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til  sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Hvor sveitarstjórn skal hafa tvær umræður um málið án atkvæðagreiðslu og verður þeim umræðum lokið 26. mars.

Skýrslan Þingeyingur- stöðugreining og forsendur dags. 9. mars 2021  var lögð fram og rædd. Með vísan til greiningarinnar og samráðs við íbúa er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. 

Samstarfsnefnd leggur til að atkvæðagreiðsla fari fram 5. júní 2021 í báðum sveitarfélögunum. Atkvæðagreiðslan skal fara fram skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. 

Samstarfsnefnd leggur til við sveitarstjórnir að nefndinni verði annars vegar falið að sjá um kynningu tillögunnar fyrir íbúum og hins vegar undirbúning atkvæðagreiðslu í samstarfi við kjörstjórnir. Kynningarstarf hefst 8 vikum fyrir kjördag.