Fréttir

Umhverfisráðuneytið styrkir verkefni NÍN

Mikið hefur verið lagt upp úr íbúasamráði innan verkefnisins Nýsköpun í norðri (NÍN), en haldnir hafa verið 12 íbúafundir innan þess, auk þess sem rýnihópar eru að störfum með það að markmiði að greina tækifæri til skemmri og lengri tíma á sviðum umhverfis, mannauðs og landnýtingar.

Nýsköpunarkraftur í norðri

Rýnihópar verkefnisins Nýsköpun í norðri hafa skilað af sér fyrstu niðurstöðum, en í hópunum er unnið að aðgerðaáætlunum sem byggja á tækifærum sem komið hafa fram á alls 12 íbúafundum sem haldnir hafa verið í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi síðustu mánuði.

Starfshópar Þingeyings teknir til starfa

Liður í verkefninu Þingeyingi er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Alls eru um 50 manns starfandi í starfshópunum sex og þá hefur annar eins fjöldi tekið þátt í verkefninu Nýsköpun í norðri. Starfshóparnir eru samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Fundargerð frá 7. fundi samstarfsnefndar

7. fundur samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar haldinn að Hlíðavegi 6 í Mývatnssveit þann 19. febrúar. Að vanda voru ýmis mál á dagskrá. Meðal annars var sagt frá fundum starfshópa, fundaferð formanns og varaformanns og umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Nýsköpun í norðri heimsækir samstarfsaðila

Verkefnið Nýsköpun í norðri (NÍN) kynnti nýlega afrakstur og áætlanir næstu mánaða fyrir ýmsum samstarfsaðilum. Arnór Benónýsson, Helgi Héðinsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir sem öll eiga sæti í stýrihópi NÍN lögðu land undir fót til Reykjavíkur í þessum erindagjörðum og funduðu með samstarfsaðilum ásamt Sveini Margeirssyni, verkefnisstjóra NÍN.

Skipað í starfshópa Þingeyings

Liður í verkefninu Þingeyingi er að meta stöðu sveitarfélaganna, horfur í rekstri og þjónustu og líkleg áhrif sameiningar á þessa þætti. Í verkefnisáætlun er gert ráð fyrir að skipaðir verði starfshópar um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.