Hvað er nýtt í rabarbara?

Rabarbari hefur verið nýttur af Þingeyingum lengur en elstu menn muna. Flestir þekkja rabararbaragraut og að sjálfsögðu rabarbarasultuna með sunnudagssteikinni. En það eru ýmsir nýir fletir á rabarbara. HÖNNÍN verkefnið, sem er samstarfsverkefni NÍN, Listaháskólans, Háskólans á Akureyri, Þekkingarnets Þingeyinga og Nýsköpunarsjóðs námsmanna, hefur m.a. tekið til skoðunar nýjar leiðir við nýtingu á rabarbara. Afraksturinn er stórskemmtilegur og má fræðast, smakka,, fá innblástur eða bara rabba á HÖNNÍN viðburðinum RABBARBARADRAUMÓRAR að Vöglum fimmtudaginn 23. júlí n.k.

Nánari upplýsingar má finna á fésbókinni og hjá Ásu Gunnlaugsdóttur (asa.gunnlaugsdottir@gmail.com / 777 1771).