Aðgerðir NÍN - Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga (aðgerð 2)

Í kjölfar 12 íbúafunda í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit, haustið 2019, komu þrjátíu íbúar sveitarfélaganna saman í rýnihópum Nýsköpunar í norðri (NÍN) og mótuðu sex aðgerðir sem byggðu á umræðu íbúafundanna.  Samstarfsnet NÍN nær m.a. til Listaháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Framhaldsskólans á Laugum og Landgræðslunnar og hafa á síðustu vikum verið öflugir frumkvöðlar að störfum við framkvæmd aðgerðanna sem eru eftirfarandi: 

  1. Rannsókna- og nýsköpunarklasi: Uppbygging á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir
  2. Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga
  3. Sameiginlegt vörumerki og Bændamarkaður
  4. Uppbygging hringrásarhagkerfis í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi
  5. Greining auðlinda, mannauðs, innviða og regluverks
  6. Samstaða íbúa og samhangandi upplifun ferðamanna á öllu svæðinu

Fréttamenn Stöðvar 2 voru á ferðinni í Bárðardal fyrir skömmu, en þar er unnið af krafti að nýtingu heyfyrninga til landgræðslu (aðgerð 2). Aðgerð 2 snýr einnig að kolefnisbindingu með skógrækt, en í sumar hafa frumkvöðlar NÍN m.a. aðstoðað Landgræðsluna við gróðursetningu birkiplantna á Hólasandi og sett upp tilraunareiti með víðistiklingum. Þá er til umræðu samstarf við alþjóðlegt fyrirtæki um kaup á kolefnisjöfnun með skógrækt. 

Umfjöllun Stöðvar 2 um nýtingu heyfyrninga

Fésbókarsíða Rúllupp

Fésbókarsíða NÍN