Fréttir

Góð mæting á fræðandi íbúafundi

Íbúafundir voru í vikunni þar sem samstarfsnefnd Þingeyings og verkefnastjórar kynntu tillögu um sameiningu sem kosið verður um 5. júní.

ÍBÚAFUNDUR 5. MAÍ Í ÝDÖLUM - HORFÐU HÉR!

Hægt verður að horfa á íbúafundinn frá Ýdölum hér í kvöld. Fundurinn hefst stundvíslega kl 20:00.

ÍBÚAFUNDUR 4. MAÍ Í SKJÓLBREKKU - HORFÐU HÉR!

HORFÐU Á FUNDINN HÉRNA!

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar!

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði og hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður möguleg á skrifstofum sveitarfélaganna síðustu 3 vikur fyrir kjördag.

Umræðuhópur á Facebook

Nýr umræðuhópur hefur verið stofnaður á Facebook.

ÍBÚAFUNDIR - ÍBÚAFUNDIR - ÍBÚAFUNDIR

Íbúafundir um tillögu að sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar! Á fundunum verður farið yfir tillögu um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps sem kosið verður um þann 5. júní næstkomandi. Kynning á tillögunni tekur um klukkustund, að því loknu svara fulltrúar samstarfsnefndar og ráðgjafar spurningum íbúa. Fundirnir fara fram: Þriðjudaginn 4. maí kl. 20:00 í Skjólbrekku Miðvikudaginn 5. maí kl. 20:00 í Ýdölum


Bæklingur um kosningu um sameiningu er á leiðinni heim til þín!

Kynningarbæklingur um kosningu um sameiningu er á leiðinni í öll hús, heimili og fyrirtæki í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Einnig verður hægt að nálgast hann á skrifstofum sveitarfélaganna.

Toscana norðursins

Arnór Benónýsson talaði um Nýsköpun í norðri, byggðamál og sameinað seitarfélag í Að norðan á N4.

Umræður um sameiningar í Speglinum

Skólar og bættar samgöngur eru íbúum ofarlega í huga á þeim svæðum þar sem kjósa á um sameiningar á árinu. Helgi Héðinsson, formaður samstarfsnefndar var í viðtali í Speglinum á dögunum.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu þann 5. júní

Samstarfsnefnd um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.