Uppgræðsla og útivist á vegum NÍN

Mánudaginn 6. júlí verður opinn uppgræðsludagur á vegum NÍN í Bárðardal milli klukkan 16 og 20. Kjörið tækifæri til að taka þátt í uppgræðsluverkefni með dreifingu gamalla heyrúlla á mela og í rofabörð  en vinnuhópurinn Rúllupp á vegum NÍN leiðbeinir. 

Verkefni fyrir alla aldurshópa og um kvöldmatarleytið verða grillaðar pylsur fyrir þátttakendur.  Þeir sem eiga heygaffla mega endilega grípa þá með sér. Fólk hvatt til að koma og taka þátt í skemmtilegu verkefni!

Staðsetning: Bárðardalur. Nánari staðsetning verður auglýst síðar! 

Hægt er að fylgjast með Rúllupp verkefninu á instagram og á facebooksíðunni Rúllupp