Vinnustofa Nýsköpun í norðri í dag

Síðasta haust blésu sveitarfélögin til verkefnisins Nýsköpun í norðri sem hafði það að markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins, samhliða því að nýtt sveitarfélag verði í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar, tekið verði mið af tæknibreytingum og tækifærum tengdum þeim og byggðir upp og samnýttir innviðir sem treysta samkeppnishæfni svæðisins til lengri tíma. Sveinn Margeirsson, bóndasonur og verkfræðingur, hefur stýrt verkefninu og í dag kl 17:00 förum við yfir afrakstur vinnunnar og hvað framhaldið og framtíðin ber í skauti sér. Í kjölfar íbúafunda voru settir saman rýnihópar sem að nú skila af sér tillögum að 6 aðgerðum. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig aðgerðirnar þróast en ljóst er að margar þeirra geti farið strax í framkvæmd. Hægt verður að fylgjast með vinnustofunni hér:  

https://www.facebook.com/myvatnsstofa/videos/273906400467255/