Markmið og skipulag

Markmið verkefnisins er að undirbúa tillögu að sameiningu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar til afgreiðslu sveitarstjórna og í kjölfarið atkvæðagreiðslu meðal íbúa í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
 
Markmið samstarfsnefndar er að að draga upp skýra og hlutlausa mynd af því hvernig sameinað sveitarfélag gæti litið út og draga fram kosti og galla sameiningar til að auðvelda kjósendum að taka afstöðu til spurningarinnar um sameiningu.
 
Hvers vegna sameiningarviðræður?
• Farsæl samvinna sveitarfélaganna í skipulagsmálum, brunavörnum, skjalamálum o.fl.
• Sameiginlegir hagsmunir á sviði umhverfis- og auðlindamála.
• Svipuð menning samfélaganna.
• Von um aukinn slagkraft í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum.
• Möguleikar á að bæta þjónustu og efla stjórnsýslu.
 
Ákvörðun um könnun
• Sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga taka ákvörðun um að kanna möguleika á sameiningu.
• Skipuð er samstarfsnefnd um sameiningu sem í sitja a.m.k. tveir fulltrúar hvers sveitarfélags.
• Samstarfsnefnd hefur sjálfstætt umboð að lögum og starfar óháð hlutaðeigandi sveitarstjórnum.
• Samstarfsnefnd velur formann úr sínum hópi.
 
Undirbúningur
• Samstarfsnefnd hefur mikið frelsi um það hvernig hún hagar störfum sínum.
• Áhrif sameiningar eru greind og dregin upp mynd af  því hvernig sameinað sveitarfélag gæti litið út.
• Samstarfsnefnd leitar eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögunnar.
• Mótuð er tillaga að framtíðarsýn og áherslum fyrir sameinað sveitarfélag.
• Vinnan er fjármögnuð með framlagi úr Jöfunarsjóði sveitarfélaga
 
Kynning á tillögu og forsendum
• Tillagan og helstu forsendur hennar eru kynntar íbúum með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara.
• Kynntar eru niðurstöður samstarfsnefndar varðandi skipulag stjórnsýslu, fjármál, starfsmannamál o.fl.
 
Kosningar
• Kosningar fara fram í hverju sveitarfélagi fyrir sig samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna.
• Kosningarétt eiga:
- íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag
- ríkisborgarar norðurlandanna sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag
- aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.
• Hægt er að kjósa utan kjörstaðar eins og við aðrar kosningar.
• Kosningin er bindandi.
• Kjörstjórnir sveitarfélaganna sjá um framkvæmd kosningar og talningu atkvæða.
 
Innleiðing breytinga
• Ef sameining er samþykkt skipa sveitarstjórnirnar stjórn til undirbúnings nýs sveitarfélags.
• Hlutverk undirbúningsstjórnar:
• Semur samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar.
• Tekur ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags. Ákvarðanir eru staðfestar af sveitarstjórnarráðuneyti.
• Hefur vinnu við að endurskoða og samræma reglur.
• Gerir tillögu til ráðuneytis um fyrirkomulag kosninga til sveitarstjórnar og gildistöku sameiningar.
 
Gildistaka og nýtt sveitarfélag
• Ný sveitarstjórn tekur við stjórn nýs sveitarfélags 15 dögum eftir kjördag.
• Fyrstu verkefni eru:
- Að samþykkja nýjar reglur og gjaldskrár.
- Að velja nafn á sveitarfélagið í samráði við íbúa. Samráðið getur farið fram að frumkvæði undirbúningsstjórnar.
• Sveitarstjórn hefur fullt vald í málefnum nýs sveitarfélags.
 
Ef af sameiningunni verður
• Um 1.400 íbúar.
• Landmesta sveitarfélag á Íslandi með um 12% af flatarmáli landsins.
• Sterkur fjárhagur.
• Áhersla á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda.
 
Getum við bætt efni síðunnar?